Vefefni
Allt um ástina
Allt um ástina er ætlað nemendum með öðruvísi taugaþroska sem þurfa aðlagað námsefni. Efnið er hugsað til notkunar í eldri bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum framhaldsskóla. Þá nýtist efnið einnig í fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk.
Námsefnið Allt um ástina er hugsað til að efla nemendur til að vera betur í stakk búin að stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti. Efla færni til að setja öðrum mörk í samskiptum, læra leiðir til til að kynnast öðrum með náin sambönd í huga og þekkja hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Auk þess að læra að hlúa betur að sjálfum sér og eigin líðan. Einnig að kynnast sér, sínum löngunum og hvað það er sem heillar í fari annarra.
Útgefandi: Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð
Höfundar: María Jónsdóttir og Thelma Rún van Erven
Myndhöfundur: Sigmundur Breiðfjörð
Hvað: Vefefni
Kynþroskaárin
Námsefnið Kynþroskárin er ætlað börnum og ungmennum sem þurfa aðlagaða námsefni.
Kynþroski er tími breytinga, líkaminn breytist sem og tilfinningar okkar. Þá taka samskipti og sambönd okkar við aðra líka breytingum. Þetta tímabil reynir stundum á unglinginn og nánasta umhverfi hans. Undirbúa þarf barnið vel undir unglingsárin. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum grundvallarhugtök um samskipti og kynverund áður en hinn eiginlegi kynþroski hefst, það auðveldar allt lærdómsferlið.
Útgefandi: Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð
Höfundur: María Jónsdóttir
Myndhöfundur: Viktoría Buzukina
Hvað: Vefefni
Kynfræðsluvefurinn
Útgefandi: Menntamálastofnun
Höfundur: Margrét Júlía Rafnsdóttir
Hvað: Vefur
Hinsegin: Tvíkynhneigð
Útgefandi: Leikni og Samtökin ´78
Höfundur: Guðrún Þorsteinsdóttir, Heiðrún Fivelstad og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Hinsegin: Trans
Útgefandi: Leikni og Samtökin ´78
Hvað: Vefefni
Netnotkun
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Einkarými og almannafæri
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Allt um stelpur/stálp – kynþroski og hreinlæti
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Allt um stráka/stálp – kynþroski og hreinlæti
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Sjáflsfróun píka
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Sjálfsfróun typpi
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Hinsegin: Samkynhneigð
Kynhneigð segir til um hverjum við löðumst að rómantískt og kynferðislega. Að vera samkynhneigður þýðir að laðast að fólki af sama kyni og þú. Hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona. Bæklingurinn er á auðskyldu máli með miklu myndefni svo hann sé auðveldur yfirlestrar fyrir fólk með þroskahömlun. Meðal annars er fjallað um homma og lespíur, fordóma og stuðining og fræðslu um málefnið.
Útgefandi: Leikni og Samtökin ´78
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir, Heiðrún Fivelstad og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Samskipti
Góð samskipti eru lykill að jákvæðum tengslum sem gefa lífinu gleði og innihald. Samskiptafærni er því afar mikilvæg þegar kemur að samstarfi, ástarsamböndum öllu því sem við kemur mannlegum tengslum. Þar skiptir miklu að geta sett sig í spor annarra, geta leyst ágreining með farsælum hætti, fundið lausnir og náð málamiðlun.
Í þessu efni er fjallað um samskipti, vináttu og ástarsambönd meðal annars.
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni
Sjálfsmynd
Sjálfsmynd er heildarhugmynd einstaklings um sjálfan sig. Þar koma við sögu fjölmargir þættir, s.s. persónuleiki, áhugamál, skoðanir, gildismat, kyn, aldur, störf o.s.frv. Sjálfsmyndin er þannig byggð upp af fjölmörgum atriðum sem við teljum eiga við um okkur. Í þessu efni er fjallað um það hver ertu og hvað finnst þér um sjálfan þig.
Útgefandi: Leikni
Höfundar: Guðrún Þorsteinsdóttir og María Jónsdóttir
Hvað: Vefefni