Miðstig

Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan er árleg stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk. Þemað er nýtt á hverju ári og verður auglýst síðar.  Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar.  Hópurinn velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni sem er fyrsta vikan í febrúar ár hvert. Myndirnar verða líka aðgengilegar á vefnum Stopp ofbeldi

Útgefandi: Neyðarlínan, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, RUV, Jafnréttisstofa, Fjölmiðlanefnd og Lögreglan.

Hvað: Þessar myndir unnu keppnina árið 2024. www.112.is/sexan

Vika6 2024

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum. Þemað í ár er Samskipti og Sambönd.  Þemað hentar mjög vel í vinnu með börnum á öllum aldri því við þurfum alltaf að vera að æfa okkur í að eiga góð og heilbrigð samskipti. Með yngri krakka getum við beint athyglinni á vinasambönd og sambönd innan fjölskyldu t.d. systkina. Með eldri krakka getum við rætt um vinasambönd og parsambönd, hvað er heilbrigð og hvað ekki?

Vika6 fer fram dagana 5. til 9. febrúar 2024.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Vefefni

Vantar þig réttu orðin?

Í febrúar 2023 gáfu  Stígamót út leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig gott er að taka samtal við börn og unglinga um klám. Vitað er að í dag hafa unglingar og allt niður í mjög ung börn aðgengi að grófu og ofbeldisfullu klámi á netinu. Það setur auknar kröfur á foreldra að ræða skaðsemi kláms við börnin sín. Vantar þig réttu orðin til að taka klámspjallið?  Hér finnur þú hjálp við það!

Útgefandi:Stígamót

Hvað: Vefefni

Alls kyns um kynþroskann

Teiknuð stuttmynd sem fjallar um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkama stelpna og stráka á þessu æviskeiði. Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum. Myndin er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10–12 ára. Hún er einnig til textuð.

Útgefandi: Menntamálastofnun

Hvað: Fræðslumynd

Stattu með þér!

Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. M.a. er fjallað um staðalímyndir, útlitsdýrkun og sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.

Útgefandi: Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Hvað: Stuttmynd, lag og leiðarvísir


Miðlalæsi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu.

Árið 2023 gaf Fjölmiðlanefnd út sex myndbönd ásamt kennsluleiðbeiningum til að vinna með í miðlalæsi.  Í þætti fjögur og fimm er m.a.fjallað um kynbundið ofbeldi og áreiti á netinu.

Útgefandi: Fjölmiðlanefnd

Hvað: Vefefni og pdf

Kynþroskinn

Stuttir norskir þættir um kynþroska.
Hárvöxtur, raddbreytingar, bólur og blæðingar.
Margt furðulegt gerist í líkamanum við kynþroska.

Útgefandi: Norskir þættir á RUV

Hvað: 8 stuttir þættir


Betra að segja en þegja

Fræðslumyndband sem miðar að því að fræða börn um mikilvægi þess að segja fullorðnum frá ofbeldi sem þau hafa séð eða upplifað.

Útgefandi: Unicef 2019

Hvað: Myndband