Vefefni

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Á vefnum má finna ýmiskonar fróðleik, verkefni og leiki fyrir börn og unglinga um mannréttindi barna.

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barnaheill, UNICEF og Umboðsmaður barna

Hvað: Vefefni og veggspjöld

Barnasáttmálinn – skýringamyndbönd

Í þessu myndbandi verður farið yfir það af hverju börn eiga sérstök mannréttindi, hvernig Barnasáttmálinn varð til og einnig eru mannréttindi skilgreind. Útskýrt er hvernig öll réttindi

Útgefandi: Unicef

Hvað: Myndband






Barnahús – Upplýsingabæklingur

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Hér er fjallað um starfsemi Barnahúss, helstu markmið og þjónustu. Einnig er farið yfir hvað á að gera ef grunur er um að barn sæti ofbeldi og hvernig á að bregðast við ef barn segir frá.

Útgefandi: Barnahús

Hvað: Bæklingur

5 skref til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi.

Efni sem Blátt áfram tók saman og er hægt að nálgast á vef Barnaheilla.

Útgefandi: Blátt áfram og Barnaheill

Hvað: Pdf. skjal – bæklingur

Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum

Markmiðið með þessum bæklingi og verkferlum er að íþróttastarf geti farið fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og misgerða sem þar koma upp án ótta við afleiðingar.

Útgefandi: Íþróttabandalag Reykjavíkur.

Hvað: Pdf. – bæklingur

Þú átt von

Á Íslandi býðst fólki sem býr við heimilisofbeldi fjölbreyttur stuðningur og aðstoð. Aðstæður hvers og eins eru ólíkar og því mikilvægt að kynna vel öll þau ólíku úrræði sem hægt er að leita í til þess að fá þann stuðning sem þörf er á hverju sinni.

Það er markmið þessa verkefnis að tryggja að allt þetta fólk fái upplýsingar um að það er von um betra lífi og að við sem samfélag viljum sameina krafta gegn ofbeldi og veita þolendum, gerendum og aðstandendum þeirra sem bestan stuðning á erfiðum tímum. Ef í vafa skal alltaf hringja í 112 og þér verður vísað á réttan stað.

Útgefandi: Jafnréttisstofa á Akureyri

Hvað: Vefur

Sambönd og samskipti

Á þessari síðu má finna greinar og upplýsingar um ýmislegt er varðar sambönd og samskipti ungmenna – Sambönd við kærustu, kærasta, vini, foreldra og fjölskyldu.

Útgefandi: Embætti landlæknis

Hvað: Vefefni

Kynungabók

Bókin inniheldur upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja. Markmið með útgáfu Kynungabókar eru að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu og vekja ungt fólk til umhugsunar um hvernig mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma hefur áhrif á líf ungs fólks.

Útgefandi: Stjórnarráð Íslands

Höfundar: Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðrún M. Guðmundsdóttir, Jóna Pálsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Myndir eftir Hugleik Dagsson.

Hvað: Pdf. rafbók

Áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi

Bæklingur sem fjallar um algeng viðbrögð við kynferðisofbeldi.

Útgefandi: Embætti landlæknis

Hvað: Pdf. bæklingur

Býrð þú við ofbeldi

Bæklingur sem fjallar um algengustu tegundir ofbeldis í nánum samböndum, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku og gefinn út af Velferðarvaktinni og félagsþjónustunni á Suðurnesjum.

Útgefandi: Velferðarráðuneytið

Hvað: Bæklingur á mörgum tungumálum

Kynferðisleg hegðun barna, hvað er eðlilegt?

Bæklingur sem hugsaður er fyrir foreldra og starfsfólk til að greina á milli eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar barna og óeðlilegrar. Í bæklingnum eru atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að fylgjast með kynferðislegri hegðun barna á leikskólaaldri og til tíu ára aldurs.

Útgefandi: Barnahús

Hvað: Bæklingur

Netið, samfélagsmiðlar og börn

Samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar um leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.

Útgefandi: Fjölmiðlanefnd., Umboðsmaður barna, og Persónuvernd.

Hvað: Vefefni

Heilsuvera: Ofbeldi og vanræksla

Á vef Heilsuveru er að finna mikið af upplýsingum varðandi ofbeldi og vanrækslu.  Undir hverjum lið á vefnum eru útskýringar á til dæmis tegundum ofbeldis, að koma í veg fyrir ofbeldi og hverjar afleiðingar þess geta verið.

Útgefandi: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Embætti landlæknis og Landspítali

Hvað: Vefefni

Við viljum vita – Hljóðvörp tengd barnavernd

Hér er um að ræða hljóðvörp um ýmislegt sem tengist barnavernd og vinnu með börn sem eiga í vanda.

Hér er talað við starfsfólk í barnavernd, ráðamenn málaflokksins og áhugaverða einstaklinga sem tengjast honum.

Útgefandi: Barnaverndarstofa

Hvað: Vefefni

Börn og miðlalæsi

Börn og miðlalæsi

Þessi handbók er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Í henni er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga í tengslum við miðlanotkun barna og ungmenna. Handbókin er þýdd og staðfærð af fjölmiðlanefnd og Heimili og skóla. Hún er upprunalega gefin út í Finnlandi.

Útgefandi:  Saft

Hvað: pdf