Vefefni

Yngsta, mið- og unglingastig

Lífsleikni og kynfræðsla

Undir hverju aldursstigi má skipta kynfræðslu í nokkra þætti.

  • Samskipti og sambönd
  • Gildi, réttindi, menning og kynferði
  • Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
  • Öryggi og ofbeldi
  • Heilsa og velferð
  • Mannslíkaminn og þroski
  • Kynferði og kynferðisleg hegðun
  • Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun

Undir hverjum þætti eru nokkrar mismunandi lykilhugmyndir sem liggja að baki og þau markmið sem miða að því að efla færni nemandans í þessum meginþáttum kynfræðslunnar. Einnig má finna safn kennsluefnis hér á síðunni sem styðja við þau markmið sem sett eru fram.

Útgefandi: Hilja Guðmundsdóttir í Sæmundarskóla

Hvað: Vefur

Framhaldsskóli

Kynjafræði fyrir byrjendur

Kynjafræði fyrir byrjendur er kennslubók í kynjafræði fyrir framhaldsskóla. Viðfangsefni bókarinnar eru m.a. femínismi, karlafræði og hinseginfræði, og sérstakir kaflar eru um kyn og fjölmiðla og kynbundið ofbeldi.

Útgefandi: Forlagið

Höfundar: Þórður Kristinsson, Björk Þorgeirsdóttir

Hvað: Rafbók

Framhaldsskóli

Jákvætt kynlíf

Jákvætt kynlíf ef vefur þar sem nálgast má að­gengi­legt og inn­gildandi fræðslu­efni um kyn­líf. Lögð er á­hersla á fræðslu fyrir jaðar­setta hópa, svo sem fatlað fólk.

Á síðunni má nálgast fræðsluefni um kynlíf sem snýr að jákvæðum þáttum sem tengjast kynlífi, eins og unaði, samskiptum og samþykki en einnig eru tekin fyrir tabú efni

sem hefur í gegnum tíðina hafi verið horft á með neikvæðum augum en á vefnum er horft á þau málefni með jákvæðum augum. Má þar nefna klám, kynlíf fatlaðs fólk og blæti.

Útgefandi: Höfundar unnu síðuna sem B.A. verkefni í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorið 2022

Höfundar: Þóra Birgit Bernódus­dóttir og Rósa Hall­dórs­dóttir

Hvað: Vefsíða

Ofsi – Ofbeldisforvarnarskólinn

Ofbeldisforvarnarskólinn hefur það markmið að miðla til sem flestra áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi.

Skólinn býður upp á netnámskeið,  fyrirlestra og ráðgjöf.

Útgefandi:  Ofbeldisforvarnarskólinn

Hvað: Vefefni