Halló heimur 1 – Einkastaðirnir bls. 42
Halló heimur 1 er kennslubók í samfélagsfræði og náttúrfræði. Í henni er meðal annars fjallað um einkastaðina, það hvernig börnin verða til.
Útgefandi: Menntamálastofnun
Höfundar: Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir
Hvað: Bók/rafbók og rafrænar kennsluleiðbeiningar.
Bangsabæklingur
Bæklingur sem fjallar um kynferðislega hegðun barna/hvað er eðlilegt?
Útgefandi: Barnahús
Hvað: Rafrænn bæklingur.
Leyndarmálið – Segjum nei, segjum frá!
Forvarnarfræðsla um kynferðislega misnotkun og réttindi barna. Hér er um að ræða teiknimynd sem upplýsir börn um kynferðislegt ofbeldi og hvernig hægt er að bregðast við slíkri ógn. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir þessu kennsluefni.
Útgefandi: Samtökin Réttindi barna
Hvað: Teiknimynd, leiðbeiningar og litablað
Krakkarnir í hverfinu
Fræðslusýningin Krakkarnir í hverfinu er ætluð til að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi ef þau hafa orðið fyrir slíku. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.
Útgefandi: Velferðarráðuneytið, Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum
Hvað: Brúðuleikhús
Segðu frá!
Stuttmynd um að það er mikilvægt að segja frá kynferðisofbeldi.
Myndin er til á fjölda tungumála
Útgefandi: Evrópuráðið
Hvað: Stuttmynd
Þegar Friðrik var Fríða
Barnabókin, Þegar Friðrik var Fríða/Þegar Rósa var Ragnar eftir Louise Windfeldt og Katrine Clante samanstendur af tveimur sögum. Sögunni um Friðrik og sögunni um Rósu. Morgun einn vakna börnin sem gagnstætt kyn og þá kemur ýmislegt í ljós. Við fylgjumst með þeim einn dag, bæði heima og í leikskólanum og fáum að upplifa væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra út frá kyni.
Útgefandi: Jafnréttisstofa
Hvað: Pdf. saga á vef.
Að tala við yngstu börnin um klám
Í þessum leiðbeiningum sem teknar voru saman af Jafnréttisskóla Reykjavíkur má finna ráðleggingar til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að ræða klám við börn á yngsta stigi. Áður en svona samtal er tekið er gott að reyna að skapa þægilegt andrúmsloft og leggja áherslu á traust og virðingu.
Útgefandi: Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar
Hvað: Pdf. efni á vef.
Lífsleikni og kynfræðsla
Undir hverju aldursstigi má skipta kynfræðslu í nokkra þætti.
- Samskipti og sambönd
- Gildi, réttindi, menning og kynferði
- Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
- Öryggi og ofbeldi
- Heilsa og velferð
- Mannslíkaminn og þroski
- Kynferði og kynferðisleg hegðun
- Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
Undir hverjum þætti eru nokkrar mismunandi lykilhugmyndir sem liggja að baki og þau markmið sem miða að því að efla færni nemandans í þessum meginþáttum kynfræðslunnar. Einnig má finna safn kennsluefnis hér á síðunni sem styðja við þau markmið sem sett eru fram.
Útgefandi: Hilja Guðmundsdóttir í Sæmundarskóla
Hvað: Vefur
Tölum um ofbeldi
Börn eiga rétt á því að líða vel heima hjá sér. Stundum er það bara ekki þannig. Ástæðurnar geta verið margar. Heimilisofbeldi er eitt af því sem veldur börnum mikilli vanlíðan, hvort sem börnin sjálf verða fyrir ofbeldinu eða horfa upp á að einhver í fjölskyldunni beitir annan í fjölskyldunni ofbeldi.
Útgefandi: Kvennaathvarfið, Barnaheill
Hvað: Myndband
Rósalín fer sínar eigin leiðir
Stuttmynd um samkennd og myndin er tilvalin til að kveikja umræður hjá yngstu börnunum í hinsegin fræðslu. Myndin fjallar Rósalín sem stendur á eigin fótum þrátt fyrir mótlæti.
Útgefandi: Samtökin ´78
Hvað: Myndband
Vertu þú
Hvað er það sem gerir mig að mér? Hvað er það sem gerir þig að þér? Öll erum við einstök á okkar hátt. Við eigum öll rétt á að vera nákvæmlega eins og við erum. Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til. Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.
Höfundar: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir
Útgefandi: Salka
Hvað: Bók
Gegn einelti – Stöndum saman
Á vefnum er að finna upplýsingar um eineltismál þar sem nemendur, foreldrar og fagfólk geta nálgast upplýsingar og góð ráð.
Útgefandi: Menntamálastofnun
Hvað: Vefur
Lítil bók um stórar tilfinningar
Lítil bók um stórar tilfinningar miðar að því að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins. Bókin geymir tillögur að umræðuefnum og leikjum til að auðvelda barninu að átta sig á mismunandi tilfinningum og togstreitu sem það upplifir í sínu daglega lífi. Mikilvægt er að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins ekki síður en hreyfi- og málþroska og það er á ábyrgð hinna fullorðnu að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar og læra að hafa stjórn á þeim
Útgefandi: Barnaheill
Hvað: Bók