Yngsta stig
„Ég veit“ er vefur fyrir leik- og grunnskóla um ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindi barna. Efnið er þróað af Salaby í Noregi í samstarfi við sérfræðinga þar í landi og er þýddur, staðfærður og aðlagaður að íslenskum aðalnámskrám.
Miðlun efnisins ætti alltaf að vera höndum starfsfólks leik- og grunnskóla sem þekkir barna- og nemendahópinn vel og getur sniðið fræðsluna að hópnum hverju sinni, lagað efnið að aðstæðum, útskýrt það og skapað öruggan ramma um fræðsluna. Teiknimyndum, ljósmyndum og textum er ætlað að opna jákvæða og örugga leið að viðfangsefnunum. Í kynningu á hverju viðfangsefni skal leggja áherslu á undirstöðuþekkingu um líkamann og tilfinningar, góð og heilbrigð sambönd og rétt allra til að líða vel og vera örugg. Barna- og fjölskyldustofa metur sem svo að í leikskólum eigi fræðslan að fara fram í hópi elstu barna eða skólahópa en kennarar meta alltaf hvort efnið á erindi við sinn nemendahóp.
Efnið fyrir leikskóla og 1.–4. bekk skiptist í sjö hluta:
- Að líða vel saman: Hvernig getur okkur liðið vel saman í skóla og leikskóla? Og hvernig getum við orðið vinir aftur þegar við höfum rifist? Í hlutanum „Að líða vel saman“ fræðast börnin um hvernig við getum komið á góðum skólabrag í leikskólanum og hvernig við getum talað um það við aðra ef við upplifum eitthvað erfitt.
- Líkami minn tilheyrir mér: Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. Og það eru ákveðnir hlutir sem fullorðnir ættu aldrei að gera við líkama barna. Verkefnin fjögur í hlutanum „Líkami minn tilheyrir mér“ gefa í sameiningu góða innsýn í viðfangsefnin „líkami minn“, „mörk“ og „ofbeldi“ og hvernig við getum fengið hjálp ef þörf krefur. Hér eru sömu teiknimyndir og eru auglýstar hér fyrir ofan.
- Réttur til að vera örugg: Öll börn eiga rétt á því að upplifa sig örugg, bæði heima og í leikskólanum. Í þessum hluta er fjallað um mismunandi gerðir af líkamlegu og andlegu ofbeldi og hvernig við getum fengið aðstoð ef við upplifum eitthvað sem okkur finnst erfitt.
- Hvað er barnavernd? Hver getur hjálpað þegar barn á erfitt heima? Hvað gerir barnavernd? Hér er hægt að læra meira um barnavernd og um annað fullorðið fólk sem getur hjálpað börnum.
- Að segja frá: Hér er fjallað um spurningarnar. Hvers vegna getur verið erfitt að segja öðrum hvernig okkur líður í raun og veru? Og hvers vegna gæti verið góð hugmynd að gera það samt?
- Tilfinningarnar mínar: Það er mikilvægt að þekkja og hafa orð yfir tilfinningar okkar til að geta talað um hvernig okkur líður. Þá er auðveldara að koma orðum að því sem okkur sjálfum finnst og skilja hvernig öðrum líður. Í hlutanum „Tilfinningar mínar“ læra börnin meira um tilfinningarnar gleði, sorg og hræðsla.
- Skynfærin okkar: Að kynnast skynfærum auðveldar nemendum að skilja það sem þau upplifa og þau eiga auðveldara með að koma orðum að því sem þeim finnst. Hér er fjallað um húð, sjón og heyrn
Efni fyrir nemendur í 5.-10. bekk og framhaldsskólanema er í vinnslu.
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill
Hvað: Vefefni
Teiknimyndirnar Líkami minn tilheyrir mér fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta.
Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp.
Gefa þarf börnunum gott svigrúm fyrir ígrundun og spurningar, svo þau geti komið í orð því sem þau hafa lært og því sem þau eru að hugsa.
VÁ – viðvörun
Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp.
Kennari ákveður fyrir hvaða aldurshóp efnið hentar.
Góður undirbúningur er lykilatriði þegar halda á samverustund með fræðslu um kynferðisofbeldi, til að tryggja að bæði fullorðnir og börn upplifi að þau séu örugg. Við mælum því með að starfsfólk lesi allar leiðbeiningarnar vandlega áður en myndirnar eru sýndar.
Líkaminn minn tilheyrir mér 1 – Líkaminn minn
Líkaminn minn tilheyrir mér 2 – Íslensk lög
Líkaminn minn tilheyrir mér 3 – Hræðsla
Líkaminn minn tilheyrir mér 4 – Það er aldrei þér að kenna
Líkami minn tilheyrir mér – samtalsspjöld
Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast samtalsspjöld fyrir skóla.
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheilll
Hvað: Vefefni
Líkami minn tilheyrir mér – kennsluleiðbeiningar 1.-4. bekkur
Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar fyrir samtalsspjöld.
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill
Hvað: Vefefni
Líkami minn tilheyrir mér – 5 ráð til foreldra
Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast fimm góð ráð til foreldra til að tala við börn um líkamann, mörk og ofbeldi.
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill
Hvað: Vefefni
Líkami minn tilheyrir mér – bréf til forráðamanna1. – 4. bekkur
Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast sniðmát af bréfi til forráðamanna ef skólinn vill nýta til að senda heim eða styðjast við til að segja frá fræðslunni.
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill
Hvað: Vefefni
Fullorðnir mega aldrei meiða
Um er að ræða teiknimynd sem fjallar um heimilisofbeldi. Efninu fylgja einnig kennsluleiðbeiningar. Öll börn eiga rétt á því að vera örugg og hafa rétt til verndar gegn ofbeldi. Til að hægt sé að tryggja börnum vernd í raun er nauðsynlegt að börnin sjálf hafi þekkingu á því hvað ofbeldi er og hvernig þau geti fengið hjálp ef þau verða fyrir því. Kannanir á upplifun ungmenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sýna að mörg börn segja ekki frá því sem þau verða fyrir vegna þess að þau vita ekki að það sem kom fyrir þau var ólöglegt, vita ekki hvernig þau geta fengið hjálp eða hvers konar hjálp er í boði. Kannanirnar sýna einnig að mörg börn hafa reynt að segja frá en ekki verið hlustað á þau og þau ekki tekin trúanleg af fullorðna fólkinu sem þau leituðu til. Þess vegna þurfa börn að fá fræðslu um hvað ofbeldi er og hvernig þau geta fengið hjálp. Börn þurfa að læra að þau eiga rétt á því að vera örugg og bæði þau og sá sem beitir þau ofbeldi þurfa að fá hjálp við að binda enda á ofbeldið. Börn sem hafa fengið kennslu eða aðra fræðslu um ofbeldi hafa betri skilning á ranglætinu sem í því felst og eiga auðveldara með að segja frá sinni reynslu en börn sem ekki hafa fengið slíka fræðslu
Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill
Talsetning: RÚV
Hvað: Fræðslumynd og kennsluleiðbeiningar
Halló heimur 1 – Einkastaðirnir bls. 42
Halló heimur 1 er kennslubók í samfélagsfræði og náttúrfræði. Í henni er meðal annars fjallað um einkastaðina, það hvernig börnin verða til.
Útgefandi: Menntamálastofnun
Höfundar: Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir
Hvað: Bók/rafbók og rafrænar kennsluleiðbeiningar.
Vantar þig réttu orðin?
Í febrúar 2023 gáfu Stígamót út leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig gott er að taka samtal við börn og unglinga um klám. Vitað er að í dag hafa unglingar og allt niður í mjög ung börn aðgengi að grófu og ofbeldisfullu klámi á netinu. Það setur auknar kröfur á foreldra að ræða skaðsemi kláms við börnin sín. Vantar þig réttu orðin til að taka klámspjallið? Hér finnur þú hjálp við það!
Útgefandi:Stígamót
Hvað: Vefefni
Leyndarmálið – Segjum nei, segjum frá!
Forvarnarfræðsla um kynferðislega misnotkun og réttindi barna. Hér er um að ræða teiknimynd sem upplýsir börn um kynferðislegt ofbeldi og hvernig hægt er að bregðast við slíkri ógn. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir þessu kennsluefni.
Útgefandi: Samtökin Réttindi barna
Hvað: Teiknimynd, leiðbeiningar og litablað
Segðu frá!
Stuttmynd um að það er mikilvægt að segja frá kynferðisofbeldi.
Myndin er til á fjölda tungumála
Útgefandi: Evrópuráðið
Hvað: Stuttmynd
Krakkarnir í hverfinu
Fræðslusýningin Krakkarnir í hverfinu er ætluð til að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi ef þau hafa orðið fyrir slíku. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.
Útgefandi: Velferðarráðuneytið, Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum
Hvað: Brúðuleikhús
Að tala við yngstu börnin um klám
Í þessum leiðbeiningum sem teknar voru saman af Jafnréttisskóla Reykjavíkur má finna ráðleggingar til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að ræða klám við börn á yngsta stigi. Áður en svona samtal er tekið er gott að reyna að skapa þægilegt andrúmsloft og leggja áherslu á traust og virðingu.
Útgefandi: Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar
Hvað: Pdf. efni á vef.
Tölum um ofbeldi
Börn eiga rétt á því að líða vel heima hjá sér. Stundum er það bara ekki þannig. Ástæðurnar geta verið margar. Heimilisofbeldi er eitt af því sem veldur börnum mikilli vanlíðan, hvort sem börnin sjálf verða fyrir ofbeldinu eða horfa upp á að einhver í fjölskyldunni beitir annan í fjölskyldunni ofbeldi.
Útgefandi: Kvennaathvarfið, Barnaheill
Hvað: Myndband