Leikskóli

Teiknimyndirnar Líkami minn tilheyrir mér fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta.
Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp.
Gefa þarf börnunum gott svigrúm fyrir ígrundun og spurningar, svo þau geti komið í orð því sem þau hafa lært og því sem þau eru að hugsa.

VÁ – viðvörun

Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp.

Kennari ákveður fyrir hvaða aldurshóp efnið hentar.

Góður undirbúningur er lykilatriði þegar halda á samverustund með fræðslu um kynferðisofbeldi, til að tryggja að bæði fullorðnir og börn upplifi að þau séu örugg. Við mælum því með að starfsfólk lesi allar leiðbeiningarnar vandlega áður en myndirnar eru sýndar.

Líkaminn minn tilheyrir mér 1 – Líkaminn minn

Líkaminn minn tilheyrir mér 2 – Íslensk lög

Líkaminn minn tilheyrir mér 3 – Hræðsla

Líkaminn minn tilheyrir mér 4 – Það er aldrei þér að kenna

Líkami minn tilheyrir mér – samtalsspjöld

Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast samtalsspjöld fyrir leikskóla.

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill

Hvað:  Vefefni

Líkami minn tilheyrir mér – kennsluleiðbeiningar

Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar fyrir samtalsspjöld í leikskóla.

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill

Hvað:  Vefefni

Líkami minn tilheyrir mér – 5 ráð til foreldra

Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast fimm góð ráð til foreldra til að tala við börn um líkamann, mörk og ofbeldi.

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill

Hvað:  Vefefni


Líkami minn tilheyrir mér – bréf til forráðamanna barna í leikskóla

Markmiðið með fræðsluefninu Líkami minn tilheyrir mér er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hér er hægt er að nálgast sniðmát af bréfi til forráðamanna ef leikskólinn vill nýta til að senda heim eða styðjast við til að segja frá fræðslunni.

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill

Hvað:  Vefefni

Fullorðnir mega aldrei meiða

Um er að ræða  teiknimynd sem fjallar um heimilisofbeldi.  Efninu fylgja einnig kennsluleiðbeiningar.  Öll börn eiga rétt á því að vera örugg og hafa rétt til verndar gegn ofbeldi. Til að hægt sé að tryggja börnum vernd í raun er nauðsynlegt að börnin sjálf hafi þekkingu á því hvað ofbeldi er og hvernig þau geti fengið hjálp ef þau verða fyrir því. Kannanir á upplifun ungmenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sýna að mörg börn segja ekki frá því sem þau verða fyrir vegna þess að þau vita ekki að það sem kom fyrir þau var ólöglegt, vita ekki hvernig þau geta fengið hjálp eða hvers konar hjálp er í boði. Kannanirnar sýna einnig að mörg börn hafa reynt að segja frá en ekki verið hlustað á þau og þau ekki tekin trúanleg af fullorðna fólkinu sem þau leituðu til.  Þess vegna þurfa börn að fá fræðslu um hvað ofbeldi er og hvernig þau geta fengið hjálp. Börn þurfa að læra að þau eiga rétt á því að vera örugg og bæði þau og sá sem beitir þau ofbeldi þurfa að fá hjálp við að binda enda á ofbeldið. Börn sem hafa fengið kennslu eða aðra fræðslu um ofbeldi hafa betri skilning á ranglætinu sem í því felst og eiga auðveldara með að segja frá sinni reynslu en börn sem ekki hafa fengið slíka fræðslu

Útgefandi: Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill

Talsetning: RÚV

Hvað:  Fræðslumynd og kennsluleiðbeiningar

Opinskátt um ofbeldi.

Markmið verkefnisins Opinskátt um ofbeldi er að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.

Útgefandi: Reykjavíkurborg

Hvað: Vefefni



Þetta er líkaminn minn

Bókin er skrifuð til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaaldri við að ræða saman á opinn og óþvingaðan hátt um leiðir til að vernda börn gegn ofbeldi. Meginmarkmið bókarinnar er að gera börn meðvituð um yfirráð þeirra yfir líkama sínum og tilfinningum og að styrkja þau í að setja persónuleg mörk. Fjallað er um snertingu og hvernig hún getur verið bæði jákvæð og neikvæð.

Útgefandi: Barnaheill

Höfundur: Lori Freeman skrifar textann

Hvað: Bók

Þetta eru MÍNIR einkastaðir

Þessi bók um einkastaðina er auðveld aflestrar, letrið er stórt, texti í vísnaformi og öll myndskreyting í höndum barna. Myndir eru einfaldar og litríkar.

Útgefandi: Blátt áfram/Salka sér um dreifingu

Hvað: Bók

Click here to add your own text