Vefefni

KYNBUNDIÐ OFBELDI OG SKÓLAKERFIÐ

KENNARAHANDBÓK

Um er að ræða kennarahandbók um fræðslu um kynbundið ofbeldi og áreiti fyrir framhaldsskóla sem mikilvægt er að kennarar lesi áður en vinna með efnið hefst.

Í handbókinni er fjallað um kennslustofuna sem öruggt rými, Vá viðvaranir, stöðu kennara og að kennari setur tóninn í kennsluinni.  Mikilvægt er að kennari setji tóninn í vinnu með efnið.

Orð skipta máli í fræðslunni.

Kynjafræði

Hér er farið yfir grunnhugtök kynjafræðanna, enda kyn lykilbreyta í kynbundnu ofbeldi. Yfirgnæfandi meirihluti gerenda kynferðisofbeldis eru karlar og flestir brotaþolar konur. Þetta er ekki tilviljun heldur á sér skýringar á borð við valdamisvægi kynjanna og ríkjandi samfélagsviðhorf. Kynferðisofbeldi verður ekki til í tómarúmi og þarf að skoða í stóra samhenginu; menningu og samfélagi

Klám

Klám er eitt af því sem færir til mörkin um hvað telst vera ásættanleg kynlífshegðun meðal ungs fólks. Í þessum hluta verða útskýrð hugtök tengd efninu og fjallað er um klámvæðinguna, áhrif kláms á samfélag og líðan ungmenna. Einnig eru leiðir útskýrðar hvernig hægt er að tala um klám við ungt fólk.

Kynferðisofbeldi

Öll fræðsla um kynferðisofbeldi snýst fyrst og fremst um að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi í framtíðinni, en allir gerendur voru jú eitt sinn nemendur í skólastofu. Þessa ábyrgð skyldi hver kennari taka alvarlega og vinna (í kennslustofunni og utan hennar) gegn skaðlegum viðhorfum sem geta leitt til kynferðisofbeldis. Í þessum hluta verður unnið með hugtök eins og mörk og samþykki, nauðgunarmýtur og staðreyndir, ofbeldi í nánum samböndum, kynferðiseinelti, druslustimplun og rasískt kynferðiseinelti.

Útgefandi: Menntamálastofnum, og Mennta- og barnamálaráðuneyti

Höfundar:  Eygló Árnadóttir, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Þórður Kristinsson

Hvað: Vefefni

Þekktu rauðu ljósin

Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Verkefnið var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands.

Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins.

Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.

Útgefandi: Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð

Hvað: Stuttir viðtalsþættir

Sjúk ást

SJÚKÁST er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

Þessi vefsíða inniheldur auðlesnar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur samböndum ungs fólks. Á henni má finna upplýsingar um birtingarmyndir ofbeldis, kynlíf, klám, hvað einkennir heilbrigð sambönd og ýmislegt fleira. Þá eru hér líka upplýsingar um jafnrétti og femínisma auk kafla um aktívisma fyrir þau sem vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi.

Útgefandi: Stígamót

Hvað: Fræðsluefni

 

Sjúkt spjall

Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi.

Spjallið er fyrir fólk yngra en 20 ára af öllum kynjum.

Ekki hika við að nýta ykkur þetta!

Útgefandi: Stígamót

Hvað: Vefur

Ekki vera þessi gaur

„Ekki vera þessi gaur“ er vitundarvakning til að fræða karlmenn um sem vilja koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Efnið er byggt á vitundarvakningu um sama efni í Skotlandi (That Guy) og Kanada (Sexual Assault Voices in Calgary). Þar er lögð áhersla á að fræða unga karlmenn um eigin hegðun gagnvart konum og hvetja þá til að verða hreyfiafl meðal jafningja sinna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Útgefandi: 112

Hvað: Myndband

Verum vakandi

Á vef 112 eru upplýsingar um hvernig allir geti staðið saman og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það gerist. Verum vakandi og stígum inn í ef við sjáum einhvern ekki virða mörk.

Það á að vera öruggt að fara út og skemmta sér. Á vefnum er að finna upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi og áreiti og nauðganir.

Útgefandi: Neyðarlínan – 112

Hvað: Vefefni

Vantar þig réttu orðin?

Í febrúar 2023 gáfu  Stígamót út leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig gott er að taka samtal við börn og unglinga um klám. Vitað er að í dag hafa unglingar og allt niður í mjög ung börn aðgengi að grófu og ofbeldisfullu klámi á netinu. Það setur auknar kröfur á foreldra að ræða skaðsemi kláms við börnin sín. Vantar þig réttu orðin til að taka klámspjallið?  Hér finnur þú hjálp við það!

Útgefandi:Stígamót

Hvað: Vefefni

Vika 6

Vika6 – nýtt efni á hverju ári

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og RUV

Hvað: Fræðsluþættir

Vika6 – Veggspjöld til útprentunar

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum.

Í tilefni viku6 hafa líka verið útbúin veggspjöld til útprentunar eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með þema hvers árs.  Skólum og félagsmiðstöðvum er frjálst að prenta út þessi veggspjöld og nýta þau í viku6 og þegar unnið er með kynfræðslu nemenda.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV

Hvað: Veggspjöld – Bergrún Íris Sævarsdóttir