Vika6 2024
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum. Þemað í ár er Samskipti og Sambönd. Þemað hentar mjög vel í vinnu með börnum á öllum aldri því við þurfum alltaf að vera að æfa okkur í að eiga góð og heilbrigð samskipti. Með yngri krakka getum við beint athyglinni á vinasambönd og sambönd innan fjölskyldu t.d. systkina. Með eldri krakka getum við rætt um vinasambönd og parsambönd, hvað er heilbrigð og hvað ekki?
Vika6 fer fram dagana 5. til 9. febrúar 2024.
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Vefefni
Vika6 – Veggspjöld til útprentunar
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum.
Í tilefni viku6 hafa líka verið útbúin veggspjöld til útprentunar eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með þema hvers árs. Skólum og félagsmiðstöðvum er frjálst að prenta út þessi veggspjöld og nýta þau í viku6 og þegar unnið er með kynfræðslu nemenda.
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Veggspjöld – Bergrún Íris Sævarsdóttir
Vika6 2020 (5 þættir)
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.
Um er að ræða fimm þátta seríaþar sem Kolbrún Hrund, verkefnastýra Jafnréttisskólans fræðir okkur um kynlíf og kynvitund.
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Fræðsluþættir
Vika6 2021 – kynlíf (6 þættir)
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.
Hér má finna stutt fræðslumyndbönd þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva í Reykjavík ræðir saman um ýmsa þætti sem snúa að kynlífi og kynheilbrigði. Spurningar sem teknar eru fyrir í myndbrotunum eru:
- Góð ráð áður en þú stundar kynlíf
- Klám er ekki góð kynfræðsla
- Hvernær er maður tilbúinn að stunda kynlíf?
- Hvað þýðir að kynlífi fylgi ábyrgð?
- Hvað er kynlíf?
- Af hverju er sjálfsfróun mikilvæg
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Fræðsluþættir
Vika6 2022 – kynlíf og menning (4 þættir)
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV og hér á síðu Jafnréttisskólans. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.
Í ár voru gerð fjögur stutt myndbrot sem fjalla um höfnun, hvað er sexý og hvernig þú getur orðið góður elskhugi.
Um leik og lestur sá Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Mixtúra sá um upptökur.
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Fræðsluþættir
Vika6 2023
Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.
Um er að ræða fimm þátta sería þar sem Kolbrún Hrund, verkefnastýra Jafnréttisskólans fræðir okkur um kynlíf og kynvitund.
Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV
Hvað: Fræðsluþættir