Vefefni

Sjúk ást

SJÚKÁST er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

Þessi vefsíða inniheldur auðlesnar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur samböndum ungs fólks. Á henni má finna upplýsingar um birtingarmyndir ofbeldis, kynlíf, klám, hvað einkennir heilbrigð sambönd og ýmislegt fleira. Þá eru hér líka upplýsingar um jafnrétti og femínisma auk kafla um aktívisma fyrir þau sem vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi.

Útgefandi: Stígamót

Hvað: Fræðsluefni

Vantar þig réttu orðin?

Í febrúar 2023 gáfu  Stígamót út leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig gott er að taka samtal við börn og unglinga um klám. Vitað er að í dag hafa unglingar og allt niður í mjög ung börn aðgengi að grófu og ofbeldisfullu klámi á netinu. Það setur auknar kröfur á foreldra að ræða skaðsemi kláms við börnin sín. Vantar þig réttu orðin til að taka klámspjallið?  Hér finnur þú hjálp við það!

Útgefandi:Stígamót

Hvað: Vefefni

Samþykki er sexý

Bæklingur sem fjallar um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis.

Útgefandi: Samþykkishópurinn

Hvað: Bæklingur, pdf.

Örugg saman

Fræðsluefni sem samanstendur af kennarahefti og nemendahefti. Örugg saman fjallar um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum samskiptum og hvernig bregðast megi við ef ofbeldi á sér stað. Efnið er byggt á bandarísku námsefni.

Útgefandi: Embætti landlæknis

Hvað: Vefefni

Kynning á efninu


Kynfræðsluvefurinn

Fræðslu- og námsvefur þar sem fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði. Texti er stuttur og hnitmiðaður og hægt að velja hlustun. Vefurinn er ríkulega myndskreyttur með skýringamyndum og hreyfimyndum.

Útgefandi: Menntamálastofnun

Höfundur: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Hvað: Vefur

Ekki vera þessi gaur

„Ekki vera þessi gaur“ er vitundarvakning til að fræða karlmenn um sem vilja koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Efnið er byggt á vitundarvakningu um sama efni í Skotlandi (That Guy) og Kanada (Sexual Assault Voices in Calgary). Þar er lögð áhersla á að fræða unga karlmenn um eigin hegðun gagnvart konum og hvetja þá til að verða hreyfiafl meðal jafningja sinna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Útgefandi: 112

Hvað: Myndband og vefefni

Sjúkt spjall

Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi.

Spjallið er fyrir fólk yngra en 20 ára af öllum kynjum.

Ekki hika við að nýta ykkur þetta!

Útgefandi: Stígamót

Hvað: Vefur

Miðlalæsi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu.

Árið 2023 gaf Fjölmiðlanefnd út sex myndbönd ásamt kennsluleiðbeiningum til að vinna með í miðlalæsi.  Í þætti fjögur og fimm er m.a.fjallað um kynbundið ofbeldi og áreiti á netinu.

Útgefandi: Fjölmiðlanefnd

Hvað: Vefefni og pdf

Vika 6

Vika6 – nýtt efni á hverju ári

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum. Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefnum Stoppofbeldi.is hjá MMS. Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV

Hvað: Fræðsluþættir

Vika6 – Veggspjöld til útprentunar

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskólinn staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum.

Í tilefni viku6 hafa líka verið útbúin veggspjöld til útprentunar eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með þema hvers árs.  Skólum og félagsmiðstöðvum er frjálst að prenta út þessi veggspjöld og nýta þau í viku6 og þegar unnið er með kynfræðslu nemenda.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og RÚV

Hvað: Veggspjöld – Bergrún Íris Sævarsdóttir