Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á hvergi að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Með forvörnum er leitast við að fyrirbyggja kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og draga úr þeim skaða sem slík háttsemi hefur á þolendur og aðstandendur þeirra. Á vefnum Stopp ofbeldi! er að finna hugmyndir að fræðsluefni fyrir börn, foreldra og starfsfólk um kynbundið ofbeldi og áreiti. Listinn er settur saman út frá aldri barna en að sjálfsögðu getur margt af efninu hentað hinum ýmsu skólastigum. Það er flokkað í efni fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla.  Bækur sem bent er á er bæði hægt að kaupa hjá bóksölum og fá þær að láni á bókasöfnum.

Við hvetjum áhugasama að skrá sig á póstlista til að fá fréttir af nýju námsefni og öðru er tengist útgáfu námsefnis. Einnig að senda okkur upplýsingar á netfangið [email protected] um áhugavert efni sem gæti átt erindi við skólasamfélagið.

  • Ritstjórar: Sigrún Sóley Jökulsdóttir og Harpa Pálmadóttir
  • Yfirlestur: Ingólfur Steinsson 
  • Forritun: Premis
  • Ljósmyndir: Shutterstock.com