Myndefni
Mannasiðir
Íslensk mynd um menntaskólanema sem er ákærður fyrir að nauðga skólasystur sinni. Hann neitar sök en á sér ekki viðreisnar von innan veggja skólans þar sem stúlkan á sterkt stuðningsnet. En þegar stúlkan mætir í viðtal á sjónvarpsstöðinni þar sem mamma hans vinnur tekur sagan óvænta stefnu. Mikilvægt er að ræða efni myndarinnar við nemendur að áhorfi loknu og skoða það sem gerðist í myndinni.
Leikstjóri og handritshöfundur er María Reyndal en myndin er byggð á útvarpsleikriti sem María skrifaði og leikstýrði fyrir RÚV árið 2017.
Útgefandi: RUV
Hvað: Fræðslumynd í tveimur þáttum.