Bækur
Ofbeldi gegn börnum
Í þessari handbók er fjallað um ofbeldi sem sum börn verða fyrir. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Aftast í bókinni er yfirlit yfir náms- og fræðsluefni. Bókin er gefin út að tilstuðlan Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við Menntamálastofnun.
Útgefandi: Menntamálastofnun
Hvað: Bók og rafbók
Ofbeldi á heimili – með augum barna
Bókin er ætluð foreldrum og starfsfólki á öllum stigum skólakerfisins. Bókin er framlag til rannsókna á heimilisofbeldi, vanrækslu og misbeitingu gagnvart börnum og mæðrum og jafnframt innlegg í baráttuna gegn þessu alvarlega þjóðfélagsmeini sem ofbeldi er.
Útgefandi: Háskólaútgáfan/Guðrún Kristinsdóttir
Hvað: Bók
Verndum þau
Í þessari bók er fjallað á aðgengilegan hátt um helstu tegundir ofbeldis og lesendur eru upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu. Einnig er fjallað um ferli mála af þessu tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómkerfisins.
Útgefandi:Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Æskulýðsvettvangurinn
Hvað: Bók
Einkastaðir líkamans
Bókin fjallar um líkamann, hvernig við setjum öðrum mörk og um einkastaði líkamans. Bókin gefur foreldrum og uppalendum hugmyndir að því hvernig hægt er að nálgast umræðuna um þetta mikilvæga málefni við börn á aldrinum 5 til 12 ára. Hér eru leiðir til að færa talið að einkastöðum líkamans og mikilvægi þess að segja frá óþægilegum leyndarmálum og snertingum.
Útgefandi: Barnaheill
Hvað: Bók