Vefefni
Yngsta, mið- og unglingastig
Lífsleikni og kynfræðsla
Undir hverju aldursstigi má skipta kynfræðslu í nokkra þætti.
- Samskipti og sambönd
- Gildi, réttindi, menning og kynferði
- Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
- Öryggi og ofbeldi
- Heilsa og velferð
- Mannslíkaminn og þroski
- Kynferði og kynferðisleg hegðun
- Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
Undir hverjum þætti eru nokkrar mismunandi lykilhugmyndir sem liggja að baki og þau markmið sem miða að því að efla færni nemandans í þessum meginþáttum kynfræðslunnar. Einnig má finna safn kennsluefnis hér á síðunni sem styðja við þau markmið sem sett eru fram.
Útgefandi: Hilja Guðmundsdóttir í Sæmundarskóla
Hvað: Vefur
Framhaldsskóli
Kynjafræði fyrir byrjendur
Kynjafræði fyrir byrjendur er kennslubók í kynjafræði fyrir framhaldsskóla. Viðfangsefni bókarinnar eru m.a. femínismi, karlafræði og hinseginfræði, og sérstakir kaflar eru um kyn og fjölmiðla og kynbundið ofbeldi.
Útgefandi: Forlagið
Höfundar: Þórður Kristinsson, Björk Þorgeirsdóttir
Hvað: Rafbók
Framhaldsskóli
Jákvætt kynlíf
Jákvætt kynlíf ef vefur þar sem nálgast má aðgengilegt og inngildandi fræðsluefni um kynlíf. Lögð er áhersla á fræðslu fyrir jaðarsetta hópa, svo sem fatlað fólk.
Á síðunni má nálgast fræðsluefni um kynlíf sem snýr að jákvæðum þáttum sem tengjast kynlífi, eins og unaði, samskiptum og samþykki en einnig eru tekin fyrir tabú efni
sem hefur í gegnum tíðina hafi verið horft á með neikvæðum augum en á vefnum er horft á þau málefni með jákvæðum augum. Má þar nefna klám, kynlíf fatlaðs fólk og blæti.
Útgefandi: Höfundar unnu síðuna sem B.A. verkefni í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorið 2022
Höfundar: Þóra Birgit Bernódusdóttir og Rósa Halldórsdóttir
Hvað: Vefsíða
Framhaldsskóli
Ertu klár í kynlífið?
Handbók þessi er unnin af samtökum un kynheilbrigði og er einkum ætluð ungum karlmönnum á aldrinum 16–24 ára. Hún fjallar um sex-S kynheilbrigðis:
- Sjálfsöryggi,
- Samskipti um kynlíf
- Samþykki
- Sambönd
- Smokkanotkun
- Stunda kynlíf.
Útgefandi: Samtök um kynheilbrigði
Höfundar: Sóley S. Bender, Katrín Hilmarsdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir
Hvað: Vefsíða
KYNHEILBRIÐGI OG VELLÍÐAN UNGS FÓLKS
Hér má finna nýja og endurbætta útgáfu af fyrri handbók sem gefin var út 2011. Margvíslegar þjóðfélagslegar breytingar frá árinu 2011 hafa kallað á slíka endurskoðun. Má þar nefna #MeToo byltinguna sem fól í sér opnun umræðu um ofbeldismál, vaxandi umfjöllun um kynvitund fólks, aukin notkun samfélagsmiðla og greitt aðgengi að ýmsum upplýsingum á netinu um kynferðismál. Jafnframt hafa verið gerðar margar breytingar á lögum á undanförnum árum sem varða þennan málaflokk.
Við endurskoðun efnisins var stuðst við helstu rannsóknir hér á landi og erlendis um kynheilbrigði ungs fólks. Jafnframt var byggt á helstu leiðbeiningum alþjóðlegra stofnana um gerð námsefnis á þessu sviði. Auk þess var stuðst við mikilvægar lagabreytingar hér á landi er varða kynheilbrigðismál.
Handbókin samanstendur af 13 kennslustundum sem fjalla um einstaklinginn, sambönd og forvarnir. Meðal annars er farið í sjálfsvirðingu, líkamann, tilfinningar, klámlæsi, heilbrigð sambönd, kynferðislega vellíðan og að fyrirbyggja kynsjúkdóma og þungun. Hver kennslustund byggist á gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum.
Útgefandi: Samtök um kynheilbrigði
Hvað: Kennarahandbók með glærum á vef