Opinskátt um ofbeldi.
Markmið verkefnisins Opinskátt um ofbeldi er að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.
Útgefandi: Reykjavíkurborg
Hvað: Vefefni
Þetta eru MÍNIR einkastaðir
Þessi bók um einkastaðina er auðveld aflestrar, letrið er stórt, texti í vísnaformi og öll myndskreyting í höndum barna. Myndir eru einfaldar og litríkar.
Útgefandi: Blátt áfram/Salka sér um dreifingu
Hvað: Bók
Saga um tilfinningar
Barnasaga með leiðbeiningum fyrir fullorðna um hvernig þeir geta samhliða lestri góðrar barnasögu örvað umræður um tilfinningar barna og aukið vægi þeirra í umgengni og uppeldi barna.
Útgefandi: Völur bókaútgáfa
Höfundur: Valgerður Ólafsdóttir
Hvað: Bók
Þetta er líkaminn minn
Bókin er skrifuð til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaaldri við að ræða saman á opinn og óþvingaðan hátt um leiðir til að vernda börn gegn ofbeldi. Meginmarkmið bókarinnar er að gera börn meðvituð um yfirráð þeirra yfir líkama sínum og tilfinningum og að styrkja þau í að setja persónuleg mörk. Fjallað er um snertingu og hvernig hún getur verið bæði jákvæð og neikvæð.
Útgefandi: Barnaheill
Höfundur: Lori Freeman skrifar textann
Hvað: Bók
Allir eru með rass
Allir eru með rass er fjörug bók og fær krakkana til að spjalla meira frjálst um einkastaðina og líkamann almennt. Allir eru með rass er líka góð því hún kennir að líkamar geta verið allskonar.
Útgefandi: Vaka-Helgafell, 2017
Höfundur: Anna Fiske; íslensk þýðing Æsa Guðrún Bjarnadóttir
Hvað: Bók
Ólíver
Ólíver er dálítið sérstakur en það er allt í lagi. Hann brallaði margt á hverjum degi og lenti í ótal ævintýrum. Dag einn hófst sérstaklega skemmtilegt ævintýri. Vilt þú lenda í ævintýri með honum? Hlý og falleg saga.
Útgefandi: Mál og menning
Höfundur: Birgitta Sif
Hvað: Bók
Láttu mig í friði
Ungur drengur verður fyrir einelti en svo sýna vinir hans honum að átta háværar raddir eru sterkari en ein! Áhrifarík og fallega myndskreytt saga þar sem tekist er á við erfitt viðfangsefni með hugljúfum hætti.
Útgefandi: Ugla
Höfundur: Kes Gray og Lee Wildish
Hvað: Bók
Kroppurinn er kraftaverk – Líkamsvirðing fyrir börn
Fallega myndskreytt bók sem fjallar um það undraverk sem líkaminn er. Markmiðið er að efla jákvæða líkamsmynd barna, líkamsvitund, umhyggju og væntumþykju gagnvart eigin líkama á þeirri forsendu að við hugsum betur um það sem okkur þykir vænt um. Einnig að stuðla að virðingu barna fyrir fjölbreytileika til að ýta undir jákvæð samskipti og vinna gegn stríðni og einelti.
Útgefandi: Mál og menning
Höfundur: Sigrún Daníelsdóttir/Björk Bjarkadóttir myndskreytti
Hvað: Bók
Regnbogafuglinn
Barnabók um margbreytileikann og nýtist hún vel til þess að opna umræðu með börnum í leikskóla. Sagan er hugsuð sem leið til að fjalla um margbreytileikann á skemmtilegan en um leið lærdómsríkan og fræðandi hátt.
Höfundur: Arna Sigrún Elvarsdóttir
Hvað: Bók
Tölum um ofbeldi
Börn eiga rétt á því að líða vel heima hjá sér. Stundum er það bara ekki þannig. Ástæðurnar geta verið margar. Heimilisofbeldi er eitt af því sem veldur börnum mikilli vanlíðan, hvort sem börnin sjálf verða fyrir ofbeldinu eða horfa upp á að einhver í fjölskyldunni beitir annan í fjölskyldunni ofbeldi.
Útgefandi: Kvennaathvarfið, Barnaheill
Hvað: Myndband
Rósalín fer sínar eigin leiðir
Stuttmynd um samkennd og myndin er tilvalin til að kveikja umræður hjá yngstu börnunum í hinsegin fræðslu. Myndin fjallar Rósalín sem stendur á eigin fótum þrátt fyrir mótlæti.
Útgefandi: Samtökin ´78
Hvað: Myndband
Vertu þú
Hvað er það sem gerir mig að mér? Hvað er það sem gerir þig að þér? Öll erum við einstök á okkar hátt. Við eigum öll rétt á að vera nákvæmlega eins og við erum. Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til. Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.
Höfundar: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir
Útgefandi: Salka
Hvað: Bók
Lítil bók um stórar tilfinningar
Lítil bók um stórar tilfinningar miðar að því að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins. Bókin geymir tillögur að umræðuefnum og leikjum til að auðvelda barninu að átta sig á mismunandi tilfinningum og togstreitu sem það upplifir í sínu daglega lífi. Mikilvægt er að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins ekki síður en hreyfi- og málþroska og það er á ábyrgð hinna fullorðnu að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar og læra að hafa stjórn á þeim
Útgefandi: Barnaheill
Hvað: Bók