112 – Kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni með orðum og látbragði er líka ofbeldi. Hér er hægt að nálgast fróðleik um kynferðislegt ofbeldi.

Símanúmer: 112

Hjálparsími Rauða krossins

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.

Símanúmer: 1717

Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku. Einnig er hægt að fá upplýsingar og biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna.

Símanúmer: 543-1000

Netfang: [email protected]

Stígamót

Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi.

Símanúmer: 562-6868

Netfang: [email protected]

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Símanúmer: 553-3000

Netfang: [email protected]

Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri.

Aflið veitir öllum þolendum hver kyns ofbeldis ráðgjöf á jafningjagrunni þeim að kostnaðarlausu.

Símanúmer: 461-5959

Netfang: [email protected]

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.

Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnana og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþolum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu.

Símanúmer: 551-2520

Netfang: [email protected]

Umboðsmaður barna

Vefsíða sem haldin er úti af umboðsmanni barna á Íslandi en hlutverk umboðsmanns er að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Á vefsíðunni er að finna víðtækan fróðleik er varðar málefni barna.

Barnasíminn: 800-5959 (kostar ekkert að hringja)

Netfang: [email protected]

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið er athvarf, fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Þar er einnig veitt  þjónusta við konur sem eru eða hafa verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Ráðgjöf og stuðningur í síma allan sólarhringinn.

Í neyðartilfellum hafið samband við 112
Einnig er hægt að leita eftir ráðgjöf í síma 561 1205

Bergið

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.

Símanúmer:  571-5580
Netfang:  [email protected]

Píeta samtökin

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða
og styðja við aðstandendur.
Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri.
Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Símanúmer: 552 2218 og þjónustan er opinn allan sólarhringinn
Netfang: [email protected]

Rótin

Rótin  er  félag um konur, áföll og vímugjafa. Markmið félagsins eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.

Símanúmer: 511-5150
Netfang: [email protected] 

Drekaslóð

Fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandenda þeirra.

Símanúmer: 551-5511
Netfang: [email protected] 

Ertu ókei?

Vitundarvakning um mikilvægi geðræktar fyrir börn og ungmenni undir slagorðinu „Ertu ókei?“ Verkefnið er unnið í samvinnu við Hjálparsímann 1717, embætti landlæknis, mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Markmiðið er að hvetja börn og ungmenni til þess að ræða um líðan sína við þá aðila sem standa þeim næst og leita frekari aðstoðar ef þau telja sig þurfa, upplifi þau vanlíðan. Á heimasíðunni
er hægt að tengjast beint við netspjall Hjálparsímans 1717 og finna upplýsingar um hvert er hægt að leita og hvað er hægt að gera. 

Símanúmer 1717 og netspjall

Sigurhæðir

Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar færðu samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.

Sími 834 5566

Senda má fyrirspurnir á [email protected]

Foxit Reader eða Kami – Að vista verkefnabækur og skrifa inn í þær

Hægt er að vista pdf skjöl eins og verkefnabækur og rafbækur frá Menntamálastofnun í forritunum Foxit Reader og Kami og leysa verkefnin inn í þau í tölvunni. Þegar bók er opnuð í þessum forritum birtast valmöguleikar sem gera þér kleift að skrifa á línurnar og vinna með efnið.
Hér eru upplýsingar um hvernig farið er að í Foxit Reader. 
Foxit Reader forritið má sækja hér. 
Forritið Kami er viðbót við Google Drive og Google classroom,  Kami má sækja hér