Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð

Barna- og fjölskyldustofa hefur framleitt  fimm ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þessi námskeið eru ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri.

Námskeið fyrir verðandi fósturforeldra

Kynferðisofbeldi og kynferðisleg hegðun barna og unglinga

  • Fyrir þau sem starfa með 2 – 6 ára börnum
  • Fyrir þau sem starfa með 6 – 12 ára börnum
  • Fyrir þau sem starfa með 12 – 16 ára unglingum
  • Fyrir þau sem starfa með 16 – 18 ára unglingum.

Námskeiðin eru öllum að kostnaðarlausu en hver og einn þarf að skrá sig inn á námskeið að eigin vali.  Þegar námskeiði er lokið fær viðkomandi sent í tölvupósti skjal sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið námskeiðinu.  Hvert námskeið byggir á  er farið yfir möguleg einkenni kynferðisofbeldis, tilkynningaskylduna, þau viðbrögð sem eru mikilvæg verði starfsfólk þess áskynja að barn sýni óeðlilega kynhegðun, ber einkenni þess sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða sýni þess merki að það vilji segja frá. Einnig hvað þykir eðlileg kynferðisleg hegðun barna á ákveðnum aldri, hvaða hegðun veldur áhyggjum og hvenær ráðlegt er að kalla eftir áliti sérfræðings. Námskeiðin samanstanda af  sex námsþáttum en hver námsþáttur byggir á stuttum myndböndum, spurningum til umhugsunar og ítarefni.

Námskeiðin eru aldurskipt og miðað er við að þátttakendur velji sér námskeið eftir því á hvaða aldri þau börn eru sem viðkomandi hefur helst afskipti af gegnum störf sín.

Útgefandi: Barna- og fjölskyldustofa

Hvað: Námskeiðin Kynferðisofbeldi og kynferðisleg hegðun barna og unglinga


Viðbragðsáætlun

Viðbragðsáætlun og gátlisti fyrir starfsfólk grunnskóla þegar grunur vaknar um vanrækslu, ofbeldi og/eða áhættuhegðun barna.

Útgefandi: Samband íslenskra sveitafélaga

Hvað: Pdf.


Viðbragðsferill vegna kynferðislegs og/eða kynbundins ofbeldis eða áreitis

Skráningarblað fyrir starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum (til dæmis innan skóla og frístundasviðs) til að skrá atvik sem snúa að kynferðislegu og/eða kynbundnu ofbeldi eða áreitni og beina þeim í viðeigandi farveg.

Útgefandi: Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitafélaga

Hvað: Pdf.

Forvarnarteymi

Hér má skoða hvert hlutverk forvarnarteyma í skólum er skv. aðgerðaráætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í skólastarfi.

Útgefandi: Samband íslenskra sveitafélaga

Hvað: Pdf.

Örnámskeið um kynferðislegt ofbeldi og áreiti

Örnámskeið fyrir starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum, haldið af Barnahúsi í mars 2022. Þar er farið yfir grunnatriði varðandi kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum og ungmennum, tilkynningarskyldu starfsfólks, ferli mála og einkenni ofbeldis hjá börnum og ungmennum.

Útgefandi: Samband íslenskra sveitafélaga

Hvað: Myndband – upptaka


Mælaborð forsætisráðuneytisins

Alþingi samþykkti í júní 2021, þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Áætluninni fylgja 26 aðgerðir sem eru brotnar niður á sex meginþætti. Ábyrgðaraðilar aðgerða eru ýmist ráðuneyti, stofnanir eða samtök. Á þessu svæði er farið yfir framgang aðgerðanna 26 á myndrænan hátt.

Útgefandi: Forsætisráðuneytið

Hvað: Vefefni

Örnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla, haldið í september 2022

Hér er farið yfir grunnatriði varðandi kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum á leikskólaaldri, tilkynningarskyldu starfsfólks, ferli mála og einkenni ofbeldis hjá börnum.

Útgefandi: Samband íslenskra sveitafélaga

Hvað: Myndband – upptaka

Foxit Reader eða Kami – Að vista verkefnabækur og skrifa inn í þær

Hægt er að vista pdf skjöl eins og verkefnabækur og rafbækur frá Menntamálastofnun í forritunum Foxit Reader og Kami og leysa verkefnin inn í þau í tölvunni. Þegar bók er opnuð í þessum forritum birtast valmöguleikar sem gera þér kleift að skrifa á línurnar og vinna með efnið.
Hér eru upplýsingar um hvernig farið er að í Foxit Reader. 
Foxit Reader forritið má sækja hér. 
Forritið Kami er viðbót við Google Drive og Google classroom,  Kami má sækja hér