Bækur

Kynjafræði fyrir byrjendur

Kynjafræði fyrir byrjendur er kennslubók í kynjafræði fyrir framhaldsskóla. Viðfangsefni bókarinnar eru m.a. femínismi, karlafræði og hinseginfræði, og sérstakir kaflar eru um kyn og fjölmiðla og kynbundið ofbeldi.

Útgefandi: Forlagið

Höfundar: Þórður Kristinsson, Björk Þorgeirsdóttir

Hvað: Rafbók

Fávitar

Fávitar er samfélagsverkefni Sólborgar Guðbrandsdóttur gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi en það hófst á samnefndri Instagram-síðu árið 2016. Sólborg hefur starfað sem fyrirlesari undanfarin ár og haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar spurningum þeirra meðal annars um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Verkefnið hefur verið nýtt í skólum víðs vegar um landið með góðum árangri. Átakið Fávitar birtist nú í bókaformi þar sem Sólborg hefur tekið saman spurningar sem henni hafa borist síðastliðin ár og svör við þeim.

Útgefandi: Sögur

Höfundar: Sólborg Guðbrandsdóttir

Hvað: Bók

Kjaftað um kynlíf

Íslensk ungmenni eru yngri en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum þegar þau hefja kynmök, eiga fleiri rekkjunauta, smitast oftar af kynsjúkdómum, horfa meira á klám og tíðni unglingaþungana er hærri hjá þeim. Þessi handbók leggur foreldrum og þeim sem starfa náið með börnum og unglingum til verkfæri til þess að kjafta um kynlíf á opinskáan og áreynslulausan hátt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða um málefni sem mörgum þykja óþægileg og sumir álíta jafnvel sem tabú. Orð eins og píka, klám, staðalímyndir, sjálfsfróun, sleipiefni og kynhneigð verða fyrir bragðið hversdagsleg og auðveld viðureignar. Börn og unglingar hafa þörf fyrir opnar samræður um kynferðisleg málefni. Það styrkir kynverund þeirra og býr þau undir að stunda kynlíf á sínum eigin forsendum þegar þau eru tilbúin til þess.

Útgefandi: Iðnú

Höfundar: Sigga Dögg

Hvað: Bók

KynVera

Í þessari bók birtast því raunverulegar samræður og spurningar sem unglingar hafa spurt að í kynfræðslu en einnig hlutir sem höfundur upplifði sjálf sem unglingur.

Þessi bók er ísbrjótur í samræðum um hjartans málefni sem mörgum þykja vandræðaleg og óþægileg en eru lífsins nauðsynleg.

Útgefandi: Kúrbítur

Höfundar: Sigga Dögg

Hvað: Bók

Daði

Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Það er algengt að nota dæmisögur í kynfræðslu en hér er það form tekið lengra. Hér tvinnar höfundur saman raunveruleika íslenskra drengja og kynfræðslu í eina sögu þar sem lesandinn nær að spegla sig í persónunum en einnig að fræðast um tilfinningar, samskipti, kynhneigð og eigin kynveru.

Útgefandi: Kúrbítur

Höfundar: Sigga Dögg

Hvað: Bók